Germany - Iceland (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert tvær breytingar fyrir síðari vináttuleik Íslands gegn Þjóðverjum í dag. Björgvin Páll Gústavsson kemur inn í liðið fyrir Ágúst Elí Björgvinsson. Andri Már Rúnarsson sem var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Hauks Þrastarssonar kemur einnig inn fyrir Hauk. Leikurinn hefst klukkan 16:15 og er sýndur á RÚV. Hópinn má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.