Willum setti heimsmet í upphitun
Sævar Jónasson)

Ágúst Jóhannsson (Sævar Jónasson)

Ágúst Þór Jóhannsson var gestur í Aukakastinu á dögunum þar sem hann fór yfir ferilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.

Sem leikmaður fór Ágúst í æfingarferð með KR liðinu til Álaborgar þar sem foresti ÍSI, Willum Þór Þórsson, þjálfaði liðið.

KR liðið á þessum tíma var skipað miklum þakmönnum og valinn maður í hverju rúmi. Þetta var stórt mót á þessum tíma og gisti KR liðið í sumarbústöðum í Álaborg.

,,Menn voru eitthvað aðeins að þvælast á milli bústaða eftir fyrsta daginn og Willum var ekki alveg sáttur við hegðunina hjá sumum leikmönnum þannig Willum stjórnaði upphitun fyrir leikinn morguninn eftir og ég held við höfum hitað upp í klukkutíma, menn gátu ekki talað saman þegar kom að leiknum."

Ágúst var ungur á þessum tíma og segist ekki hafa komið nálægt þessum þvælingi sem átti sér stað kvöldið áður. ,,Willum var ekki sáttur við okkur og það var sett heimsmet í upphitun þarna."

Ágúst ber Willum söguna vel sem handboltaþjálfara ,,Hann mætti oft beint úr vinnunni í jakkafötum á æfingu og var með í körfubolta í upphitun og það var aldrei hætt fyrr hann var kominn yfir. Það var allt orðið vitlaust og hann hendandi mönnum út í veggi hægri vinstri en það var mjög skemmtilegur tími."

Allan þáttinn með Ágústi má hlusta á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top