Eyþór Ari Waage (ÍR)
Vinstri hornamaðurinn, Eyþór Ari Waage hefur framlengt samningi sínum við ÍR til ársins 2027. Þetta tilkynnti Breiðholtsliðið á samfélagsmiðlum sínum fyrir helgi. Eyþór er fæddur árið 1999 og er fæddur og uppalinn ÍR-ingur. Eyþór hefur leikið vel með ÍR sem situr á botni Olís-deildarinnar eftir átta umferðir og hefur skorað 27 mörk í þeim leikjum. ,,Það eru sannkölluð gleðitíðindi að Eyþór haldi tryggð við heimahagana enda mikilvægur hlekkur innan sem utan vallar," segir í tilkynningunni frá ÍR. ÍR mætir ÍBV í 9.umferð Olís-deildar karla á fimmtudagskvöldið klukkan 18:30 í Skógarselinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.