Staðfestir slæm tíðindi – Krossbandið slitið
Eyjólfur Garðarsson)

Gabríel Martinez Jakob Ingi Stefánsson (Eyjólfur Garðarsson)

Vinstri hornamaður ÍBV, Jakob Ingi Stefánsson leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili en hann staðfesti í samtali við Handkastið nú rétt í þessu að hann væri með slitið krossband.

Jakob Ingi sleit krossband á æfingu með ÍBV í síðustu viku en hann gekk í raðir félagsins eftir sex tímabil með Gróttu.

,,Þetta eru glataðar fréttir. Loksins þegar maður fer kominn í topplið þá gerist þetta. Þetta er alveg hörmulegt,” sagði Jakob í samtali við Handkastið miður sín eftir að hafa fengið fregnirnar í morgun.

,,Ég var bara að fara inn úr horninu eftir hraðarupphlaup á æfingu og lenti á vinstri fætinum og var að snúa til að hlaupa í vörn. Þá snéri ég líkamanum en ekki löppinni sem varð eftir og þá gaf krossbandið sig og eitthvað meira í leiðinni,” sagði Jakob sem segir það ekki enn vera komið á hreint hvað fór meira í hnénu.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir ÍBV en Jakob Ingi hafði farið vel af stað á tímabilinu en ÍBV mætir ÍR í 9.umferð Olís-deildar karla á fimmtudagskvöldið næstkomandi með laskað lið svo vægt sé til orða tekið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top