Ísland U19 (IHF)
 Eyjamenn urðu fyrir mikilli blóðtöku í síðustu viku er það kom í ljós að Elís Þór Aðalsteinsson leikmaður ÍBV hafi ristarbrotnað á æfingu með U20 ára landsliði Íslands. Erlingur Richardsson góð vinur Handkastsins staðfesti tíðindin í samtali við Ívar Benediktsson hjá Handbolta.is. Þar sagði Erlingur að þar á bæ gera menn ráð fyrir því að Elís Þór verði frá keppni í allt að tíu vikur. Elís Þór er eina örvhenta skytta ÍBV í Olís-deildinni. Elís Þór bætist þar með á afar öflugan meiðslalista Eyjamanna því það bárust einnig tíðindi úr Eyjum í gær að Jakob Ingi Stefánsson hafi slitið krossband á æfingu liðsins. Fyrir voru þeir Petar Jokanovic og Daníel Þór Ingason á meiðslalistanum.  ÍBV heimsækir botnlið ÍR heim í 9.umferð Olís-deildarinnar á fimmtudaginn í fyrsta leik umferðarinnar.  Ofan á meiðslinn þá verður Kristófer Ísak Bárðarson ekki með ÍBV gegn ÍR en hann er að taka út tveggja leikja bann sem hann fékk eftir brot sitt gegn KA í síðustu umferð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.