Staðfestir heimkomuna – Í viðræðum við tvö félög
Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP)

Hákon Daði Styrmisson (Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP)

Eins og Handkastið greindi fyrst allra miðla um er Hákon Daði Styrmisson leikmaður toppliðs Hagen í þýsku B-deildinni á heimleið í janúar vegna persónulegrar ástæðna.

Hákon Daði hefur staðfest sögusagnirnar og segist vera í viðræðum við tvö félög í Olís-deildinni.

,,Það er rétt að ég sé á leiðinni heim núna í janúar. Við erum að eignast okkar fyrsta barn og langar að gera það heima á Íslandi,” sagði Hákon Daði í samtali við Handkastið.

,,Það er einnig rétt sem fram hefur komið að ÍBV og Valur eru þau lið sem ég hef verið í samræðum við síðustu mánuði og skýrist meira núna á næstu dögum hvað næsta skref hjá mér verður,” sagði Hákon Daði en á Íslandi hefur Hákon leikið með uppeldisfélagi sínu ÍBV og Haukum.

Hann segir það erfiða ákvörðun að yfirgefa Hagen sem situr um þessar mundir á toppi þýsku B-deildarinnar.

,,Ég verð nú að viðurkenna það að það sé erfitt að kveðja Þjóðverjana mína hérna. Við erum eefstir í deildinni eins og staðan er núna og gengur mjög vel bæði hjá liðinu og mér. Ég var með mína sýn um hvað og hvar ég vildi vera eftir 1 - 3 ár og þetta er er ekki alveg í takt við það. En aftur á móti ofboðslega spenntur að stofna fjölskyldu og öllu sem lífið á eftir að bjóða manni upp á,” sagði Hákon Daði að lokum í samtali við Handkastið.

Það verður að segjast eins og er að hvort sem Hákon Daði velur Valur eða ÍBV verður það mikið hvalreki fyrir það félag sem fær að njóta krafta Hákons Daða.

ÍBV varð fyrir áfalli á dögunum er Jakob Ingi Stefánsson vinstri hornamaður liðsins sleit krossband.

Á sama tíma missti Valur, Úlfar Pál Monsa Þórðarson seint í sumar til Alkaloid í Norður-Makedóníu. Hákon Daði gæti því verið það púsl sem Ágúst Jóhannsson þarf í sitt lið til að sækja þá tvo titla sem í boði eru fyrir Valsmenn á tímabilinu en liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins eftir vítakastkeppni gegn Haukum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top