Norðurlöndin: Íslendingaslagur í bikarnum í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Viðarsson skoraði sjö mörk í kvöld (Eyjólfur Garðarsson)

Fimm Íslendingalið áttu leiki í kvöld í sænsku karla og kvennadeildinni sem og sænska bikarnum karla megin þar sem Íslendingar mættust.

Við byrjum á bikarnum en þar mættust Karlskrona og Sävehof í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum bikarsins. Sävehof kom inn í leikinn með fjögurra marka forystu og voru í góðum málum þegar leikurinn hófst. Gestirnir byrjuðu betur og voru yfir mestan hluta fyrri hálfleiksins en heimamenn náðu að jafna undir lok hálfleiksins sem reyndist þeim gífurlega mikilvægt. Þeir komu miklu sterkari út í seinni hálfleikinn og náðu að jafna einvígið eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik. Munurinn hélst í fjórum mörkum þar til að tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu heimamenn tvö mörk gegn engu áður en Sävehof náði inn sárabótamarki fimm sekúndum fyrir leikslok, lokatölur 35-30 fyrir Karlskrona sem eru því komnir áfram í final four sem fram fer í febrúar. Arnór Viðarsson var frábær í liði Karlskrona en hann skoraði sjö mörk fyrir liðið og var næst markahæstur. Í liði gestanna átti Birgir Steinn Jónsson erfitt uppdráttar en hann skoraði ekki mark í kvöld og var vikið af velli einu sinni.

Í sænsku kvennadeildinni mætti Sävehof liði Hallby HK á útivelli og náði í góðan sigur, 26-31. Elín Klara var eins og oft áður drjúg fyrir gestina en hún skoraði fimm mörk úr ellefu skotum þar af voru þrjú víti af fimm sem fóru í markið, að auki bætti hún við tveimur stoðsendingum.

Karla megin mættu Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsfélagar hans í Amo í heimsókn til Helsingborgar og mættu OV Helsingborg. Gestirnir áttu aldrei séns í kvöld en heimamenn keyrðu yfir þá og unnu að lokum þægilegan sigur, 40-28. Arnar Birkir skoraði fjögur mörk úr níu skotum, bætti við þremur stoðsendingum og var vikið af velli einu sinni.

Að lokum tóku Kristianstad á móti Hallby, þar var sama upp á teningnum eins og í Helsingborg en heimamenn voru með öll tök á vellinum í kvöld og unnu gríðarlega stóran sigur, 35-21. Einar Bragi Aðalsteinsson átti fínan leik í liði heimamanna en hann skoraði tvö mörk úr þremur skotum, gaf fjórar stoðsendingar og var vikið af velli einu sinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top