Viggó Kristjánsson - Ísland (Harry Langer / dpa Picture-Alliance via AFP)
Íslenska karla landsliðið lék í nýjum landsliðstreyjum í æfingaleikjunum tveimur gegn Þjóðverjum í síðustu viku. HSÍ skipti yfir í Adidas á síðasta ári og léku bæði karla og kvenna landsliðin í nýju Adidas treyjum á síðustu stórmótum. Þær treyjur fóru hinsvegar aldrei í almenna sölu en það verður hinsvegar annað upp á teningnum að þessu sinni því Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ segir að sala á nýja landsliðsbúninginum hefjist væntanleg upp úr miðjum þessum mánuði í samtali við Handbolta.is. Hann vonast til þess að HSÍ geti tilkynnt um söluna öðru hvorum megin við næstu helgi og þá hvar búningarnir verða til sölu. „Við stefnum á að vera með nóg að búningum í öllum stærðum karla, kvenna áður en HM kvenna hefst síðar í þessum mánuði. Einnig ætlum við að tryggja að búningarnir verði til sölu fyrir jólin,“ sagði Róbert Geir við handbolta.is. Þar segir enn fremur að ekki liggi fyrir hvernig sölunni yrði háttað. Það væri einn þeirra enda sem lokið yrði við að hnýta áður en HSÍ sendir frá sér tilkynningu. Samkvæmt heimildum Handkastsins var þetta rætt á stjórnarfundi HSÍ í vikunni. Róbert Geir sagði í samtali við Handbolta.is að síðasti hluti búningapöntunarinnar væri væntanlegur til landsins í vikunni. Þá yrði farið í merkja alla búningana sem verða fáanlegir í karla- og kvennasniði auk barnabúninga. Hér að neðan má sjá íslenska karla landsliðið í nýju landsliðstreyjunum í æfingaleiknum gegn Þjóðverjum á sunnudaginn.


Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.