Unglingalandsliðsmaður framlengir við ÍR
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Patrekur Smári Arnarsson (ÍR)

Hinn þrælefnilegi línumaður ÍR-inga, Patrekur Smári Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við félagið til ársins 2028. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Patti, eins og hann er iðulega kallaður, er fæddur árið 2008 og er uppalinn ÍR-ingur. Hann er bráðefnilegur línumaður og er öflugur á báðum endum vallarins. Hans hlutverk með liði ÍR í Olís-deildinni hefur aukist á þessu tímabili.

Þá hefur Patrekur einnig verið viðloðinn yngri landslið Íslands og var með annars fyrirliði U-17 ára landsliðsins sem vann til gullverðlauna á Olympíuleikum æskunnar fyrr í sumar.

ÍR er á botni Olís-deildarinnar með eitt stig að loknum átta umferðum en liðið fær ÍBV í heimsókn í Skógarselið annað kvöld þegar 9.umferðin hefst.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top