Rúnar Kárason ((Kristinn Steinn Traustason)
Valur sigraði Íslands- og bikarmeistara Fram, 36:27, í Úlfarsárdalnum í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en þá skildu leiðir og Valsmenn tóku yfir leikinn. Þeir leiddu í hálfleik 14-21. Valsmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu. Arnór Snær Óskarsson fór á kostum fyrir Val í kvöld en hann gekk til liðsins í síðustu viku frá Kolstad og skoraði 11 mörk í leiknum. Theodór Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Fram í kvöld en bróðir hans Viktor mátti ekki spila leikinn þar sem Fram og Valur gerðu heiðursmannasamkomulag um það þegar félagsskiptin hans fóru í gegn á dögunum. Valsmenn eru því komnir með 12 stig, jafnmörg og Haukar sem eiga leik til góða á morgun. Fram sitja í 7 sæti með 8 stig. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.