Ísak Steinsson framlengdi við Drammen
(Kristinn Steinn Traustason)

Ísak Steinsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Hinn tvítugi, markvörður Drammen í norsku úrvalsdeildinni, Ísak Steinsson hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningur hans við Drammen gildir til 2028 en hann var með samning til ársins 2027.

,,Við ræddum þetta aðeins og enduðum með lausn sem hentaði báðum aðilum. Nú veit Drammen hvað þeir hafa fram að vorinu 2028 og nú fæ ég tækifæri áfram til að þróa mig enn frekar án þess að hafa áhyggjur af samningsmálum," sagði Ísak Steinsson.

Ísak hefur leikið undanfarin ár í yngri landsliðum Íslands og var síðast með á HM 21 árs landsliða í Póllandi í sumar. Þá hefur hann einnig verið viðloðandi íslenska landsliðið en var ekki valinn í hópinn sem lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum á dögunum.

Ísak myndar markvarðarteymi með hinum unga Oscari Larsen Syvertsen sem er árinu eldri en Ísak. Ísak er ánægður að Drammen hafi tekið þá ákvörðun að treysta á tvo unga markverði.

,,Ég veit að margir veltu fyrir sér hvað myndi gerast í Drammen þegar félagið kaus að fjárfesta í eins ungum markmönnum og okkur fyrir síðasta tímabil. Félagið hefur alltaf verið vel undirbúið á þeim vettvangi. Mér finnst bæði ég og Oscar hafa sýnt að aldur og reynsla skipta ekki endilega öllu máli. Við höfum báðir fengið tækifæri til að spila og erum að safna mikilli reynslu," sagði Ísak.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top