Mosfellingar halda toppsætinu
Raggi Óla)

Harri Halldórsson (Raggi Óla)

Afturelding tók á móti FH í Mosfellsbæ í 9.umferðar Olís deildar karla í dag.

Einar Baldvin Baldvinsson var mættur aftur í markið hjá Aftureldingu sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga.

Liðin byrjuð leikinn af miklu jafnræði og skiptust á að fara forystuna en það voru FH-ingar sem náðu frumkvæðinu undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik 11-13. Jón Þórarinn Þorsteinsson var frábær í marki FH í fyrri hálfleik og varði 10 skot og lagði grunninn að þessu forskoti í hálfleik.

Mosfellingar komu tíelfdir til leiks í síðari hálfleik eins og svo oft í vetur og voru ekki lengi að ná undirtökunum í leiknum. Eftir um 10 mínútna leik voru þeir komnir þrem mörkum yfir 19-16. Það munaði mikið um að Jón Þórarinn var ekki lengur að verja þessi skot sem hann var að taka í fyrri hálfleik.

Afturelding voru komnir fjórum mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka en FH náði að klóra í bakkann og munaði mikið um innkomu Daníels Freys í markið sem var frábær á lokamínútunum. Afturelding náðu þó að halda þetta áhlaup FH-inga út og unnu að lokum sterkan tveggja marka sigur 25-23.

Árni Bragi Eyjólfsson og Ævar Smári Gunnarsson voru markahæstir hjá Aftureldingu í kvöld með 7 mörk en hjá FH var Ómar Darri Sigurgeirsson markahæstur með 7 mörk.

Afturelding tryggir þar með stöðu sína á toppi deildinnar en Haukar eiga leik gegn Þór á morgun og geta jafnað þá að stigum takist þeim að sigra hann.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top