Þreytumerki á þeim sem voru í unglingalandsliðsverkefnum
Eyjólfur Garðarsson)

Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)

Bjarni Fritzson segist taka stigið en fannst frammistaða liðsins ekkert hafa verið svakaleg er liðið gerði jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í 9.umferð Olís-deildar karla í kvöld, 36-36. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn undir lokin en án árangurs.

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsliðsverkefni en ÍR-ingar voru með nokkra leikmenn í unglingalandsliðsverkefnum bæði með U20 og U18. Bjarni fannst hann finna fyrir ákveðnu þreytu merki á þeim leikmönnum sem voru í landsliðsverkefnunum en U20 ára landsliðið lék til að mynda tvo æfingaleiki við Grænland á fimmtudag og laugardag í síðustu viku.

ÍR er enn í leit af sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið situr á botni deildarinnar með tvö stig. ÍR fer í Garðabæinn í næstu umferð og mætir þar Stjörnunni.

Viðtalið við Bjarna Fritzson má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top