Ísland (Frank Hoermann/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Rætt var um íslenska karla landsliðsins í þætti Handboltahallarinnar í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið. Þar var Vignir Stefánsson heilt yfir ánægður með leikina gegn Þjóðverjum þar sem honum fannst þessi landsliðsgluggi vera flottur og hafi endað frábærlega þrátt fyrir ellefu marka tap í fyrri leiknum. Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar velti fyrir sér hvort sömu vandamálin í íslenska landsliðinu væru þó ekki enn til staðar frá síðustu stórmótum. ,,Eru sömu vandamálin enn til staðar? Hvað með línuspilið? Elliði gerir ekkert í þessum leikjum, Ýmir Örn ekki neitt. Arnar Freyr spilar lítið sem ekkert. Þetta hefur verið höfuðverkurinn okkar undanfarin ár. Aðalmarkvörðurinn okkar varði lítið sem ekkert. Hvað með varnarleikinn, við fáum 42 mörk á okkur í fyrri leiknum. Ef ég á að taka svartsýna kallinn,” sagði Hörður áður en Einar Ingi tók til orða. ,,Ég held að hann komi úr þessum einvígjum eins og hann viti ekki nákvæmlega hvar vörnin er og er held ég heilt yfir svekktur með markvörsluna,” sagði Einar. Umræðuna um landsliðið má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.