Tómas Bragi Starrason - Grótta (Eyjólfur Garðarsson)
Grótta fékk ÍH í heimsókn í kvöld í Hertz höllina á Seltjarnarnesi. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 16-15 þegar gengið var til búningsherbergja.
Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en 12-13 mínútur voru eftir af leiknum að Gróttu menn náðu að losa sig við Hafnfirðingana í ÍH.
Lokatölur 36-31 fyrir Gróttu. Engin flugeldasýning en mikilvæg 2 stig í sarpinn.
Markvarslan var frábær hjá Gróttu og vörðu Andri Snær og Hannes Pétur 21 skot samtals. Gunnar Hrafn Pálsson skoraði 8 mörk.
Hjá ÍH voru Benedikt Elvar Skarphéðinsson og Brynjar Narfi Arndal markahæstir með 8 mörk. Kristján Rafn varði 9 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.