Bolti Fans ((Raggi Óla)
Hvíti Riddarinn fékk Víking í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Víkingar höfðu tögl og hagldir allan leikinn í kvöld eins og búist var við fyrirfram. Enda þónokkur getumunur á milli liðanna og Víkingar á toppnum.
Í hálfleik var staðan 13-18. Í hálfleik var svo algjör einstefna og urðu lokatölur 24-37.
Hjá Víkingum var Sigurður Páll Matthíasson markahæstur með 8 mörk og og markvarslan skilaði 18 boltum vörðum.
Hjá Hvíta Riddaranum var markaskorunin mjög jöfn og voru Adam Ingi og Haukur markahæstir með 4 mörk. Markvarslan skilaði aðeins 3 boltum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.