Haukar með heimasigur í Kuehne+Nagel höllinni
Eyjólfur Garðarsson)

Aron Rafn Eðvarðsson - Össur Haraldsson (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar og Þór mættust í Kuehne+Nagel höllinni í kvöld. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Hauka, lokatölur 35-31.

Haukar byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, náðu mest sjö marka forskoti og fóru liðin í hálfleik í stöðunni 18-12. Þór náðu að halda spennu í leiknum, í síðari hálfleik söxuðu Þór jafnt og þétt á forskot Hauka og náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru eftir. Haukar voru sannfærandi í lokakaflanum og sigldu sigrinum í höfn.

Skarphéðinn Ívar Einarsson var atkvæðamestur í liði Hauka, með 7 mörk og 3 stoðsendingar. Hjá Þór var Brynjar Hólm Grétarsson markahæstur með 8 mörk.

Markvarslan var með svipuðu móti milli liða. Nikola Radovanovic með 27,3% vörslu, eða 9 varða bolta í marki Þór. Hjá Haukum var Aron Rafn Eðvarðsson með 8 varða bolta eða 25,8% vörslu

Við þessi úrslit eru Haukar búnir að jafna Aftureldingu í toppsæti deildarinnar, bæði með 14 stig og Þór sitja í 10. sæti deildarinnar með 6 stig.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top