Sá markahæsti var ekki með Selfyssingum í gær
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)

Hannes Höskuldsson markahæsti leikmaður nýliða Selfoss í Olís-deild karla var ekki með liðinu í tapi liðsins á heimavelli gegn HK í gærkvöldi í 9.umferð deildarinnar.

Hannes staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri að glíma við smávægilega vöðvatognun.

,,Við tókum enga sénsa í leiknum í gær. Stefnan er að ég verði með í næsta leik en það kemur betur í ljós eftir helgi. Það fer svolítið eftir því hvernig batinn verður næstu sólarhringa,” sagði Hannes í samtali við Handkastið.

Selfoss situr í 11.sæti Olís-deildarinnar með fimm stig, þremur stigum meira en ÍR sem situr á botni deildarinnar. Selfoss tekur á móti Haukum í 10.umferð Olís-deildarinnar í næstu umferð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top