Einar Baldvin sneri aftur eftir meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Baldvin Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)

Einar Baldvin Baldvinsson sneri til baka í marki hjá toppliði Aftureldingar í 9.umferðinni í fyrrakvöld er liðið vann góðan tveggja marka sigur á deildarmeisturum FH, 25-23.

Einar Baldvin varði fjórtán skot í markinu og var betri en enginn í markinu en hann varði til að mynda þrjú mikilvæg skot á síðustu mínútum leiksins.

Einar meiddist í leik með Aftureldingu í 3.umferðinni fyrr í vetur og hafði því misst af fimm deildarleikjum ásamt bikarsigri liðsins á ÍBV í 16-liða úrslitum en Afturelding mætir einmitt FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember.

Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar eftir sigurinn á FH í fyrrakvöld með 14 stig en liðið fer norður á Akureyri í næstu umferð og mætir þar nýliðum Þórs.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top