Valur (Sævar Jónasson)
Í dag mættust Valur 2 og HK 2 á Hlíðarenda í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik mjög lengi vel og var í raun jafnt á öllum tölum ef frá er skilið allra síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-15 fyrir Val 2.
Í seinni hálfleik var þónokkuð jafnræði lengi vel en Valsmenn náðu alltaf að halda HK-ingum 2 mörkum frá sér. Þegar 11 mínútur voru eftir jöfnuðu HK-ingar í 28-28 og náðu svo að komast yfir í 28-29 stuttu seinna.
Þá töku Valsarar við sér og voru klókari og sterkari aðilinn síðustu 5 mínúturnar. Náðu þeir að lokum að landa sigri 33-31.
Hjá Val 2 var Gunnar Róbertsson í algjörum sérflokki og skoraði hann 15 mörk. Jens Sigurðarson varði 15 skot.
Hjá HK var Ingibert Snær Erlingsson markahæstur með 10 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði þeim 8 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.