Afturelding er með albesta leikmann deildarinnar
Raggi Óla)

Árni Bragi Eyjólfsson (Raggi Óla)

Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar eftir níu leiki með 14 stig en liðið vann góðan endurkomusigur á FH á heimavelli á fimmtudagskvöldið.

Þar voru örvhentu leikmenn Aftureldingar markahæstir með sjö mörk hvor, Ævar Smári Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson. Rætt var um þeirra leik í leiknum í nýjasta þætti Handkastsins. 

Þar voru þeir Guðjón Guðmundsson og Einar Ingi Hrafnsson gestir þáttarins. Þar sagði Gaupi meðal annars að hann teldi Árna Braga Eyjólfsson leikmann Aftureldingar vera einn besta leikmann deildarinnar.

,,Afturelding er með leikmann sem mér finnst hafa verið albesti leikmaður deildarinnar, Árni Bragi Eyjólfsson. Hann er frábær. Mér finnst hann líka góður fyrir liðið. Hann er hvetjandi leikmaður og stýrir þessu fram og til baka. Það gleymist stundum hversu stór þáttur hans er í velgengni Mosfellinga,” sagði Gaupi og Einar Ingi tók undir orð hans og bætti við:

,,Það er mjög góð og jákvæð ára yfir Árna Braga. Ég veit ekki hvort hann sé farinn að taka þetta minna alvarlega. Maður sér það oft þegar menn fara eldast og þá fara axlirnar eitthvað aðeins niður og þú verður öruggari með sjálfan þig. Mér finnst Árni Bragi sem fyrirliði liðsins hafa lært það hvernig á að fara með það. Þetta er alltaf einhvernvegin þannig að þú færð fyrirliðabandið og þú heldur að þú eigir að skora níu mörk í leik. Það. er alls ekki hlutverkið sem er verið að biðja um. Ég er sammála Gaupa, hann hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar.”

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top