wÍBV (Eyjólfur Garðarsson)
Lokaleikur í 8.umferð Olís deildar kvenna fór fram í Eyjum í dag. ÍBV tóku á móti KA/Þór en leiknum var frestað í gær vegna þess að ekki var flogið til Eyja. Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik en um miðbik fyrri hálfleiks komst ÍBV 3 mörkum yfir og leiddi í hálfleik 18-15. Þær byrjuðu síðari hálfleikinn í Eyjavörninni sinni og það virtist hafa komið KA/Þór í opna skjöldu og þær áttu engin svör sóknarlega. ÍBV komst fljótlega 8 mörkum yfir og hélt þeim mun út leikinn og vann að lokum þægilegan 13 marka sigur. Markaskorun ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10 mörk, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Amelía Dís Einarsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Britney Emelie Cots 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Klara Káradóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir Markaskorun KA/Þór: Tinna Valgerður Gísladóttir 6 mörk, Trude Hakonsen 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Susanne Pettersen 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1, Anna Þurí Halldórsdóttir 1, Sólveg Lára Kristjánsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Anna Petrovic 1.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.