Svekktur að hafa ekki fengið tækifæri til að þjálfa KR í efstu deild
(Baldur Þorgilsson)

Ágúst Þór Jóhannsson ((Baldur Þorgilsson)

Ágúst Þór Jóhannsson var gestur í Aukakastinu á dögunum þar sem hann fór yfir ferilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.

Talið barst að tíma hans sem þjálfari KR en handknattleiksdeild félagsins var lögð niður eftir að hann hafði tryggt þeim sæti í efstu deild karla.

Ágúst Þór segist hafa verið svekktur hvernig það mál endaði. ,,Við kannski náðum of góðum árangri of fljótt án þess að fara út í einhver smáatriði."

KR voru byrjaðir að safna saman liði fyrir átökin í efstu deild og ætluðu sér að vera með samkeppnishæft lið í deildinni. "Við vorum með góða stjórn og reksturinn á deildinni var fínn, yngri flokkarnir að stækka og það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri til að stýra KR í efstu deild."

Tími hans hjá KR var þó frábær, skemmtilegur hópur og fólk var farið að mæta á handboltaleiki í Vesturbænum. "Við náðum að styrkja þetta rétt, fengum inn Andra Berg, Ponzuna og Arnar Jón sem hafði verið að þjálfa þarna og spilaði með okkur ásamt ungum KR-ingum og það var í raun ótrúlegt hvað við náðum góðum árangri á stuttum tíma."

Allan þáttinn með Ágústi má hlusta á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top