Sjáðu Jóhannes Berg hringfinta sig í gegnum vörnina
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Jóhannes Berg Andrason ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Jóhannes Berg Andrason skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar en liðið gerði jafntefli, 36-36 í hörkuleik gegn Bjerringbro-Silkeborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Eitt af mörkum Jóhannesar í leiknum var flottara en annað og hefur samfélagsmiðladeild félagsins tekið sig saman og sýnt markið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þar gerir Jóhannes Berg sér lítið fyrir og tekur hringfintuna svokölluðu og smyr sig í gegnum vörn Bjerringbro-Silkeborg og skorar 22. annað mark Holstebro í leiknum.

Hægt er að sjá fintuna og markið hjá Jóhannesi hér að neðan en TTH Holstebro er í 5.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir ellefu leiki.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top