Morten Boe Linder (Egill Bjarni Friðjónsson)
FH tó á móti KA í fyrsta leik 10.umferðar Olís deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu þriggja marka forskot fljótlega. Jón Þórarinn Þorsteinsson var eins og oft áður í vetur frábær í fyrri hálfleik og var nálægt 50% markvörslu. Undir lok fyrri hálfleik voru FH komnir með 9 marka forskot og leikurinn virtist svo gott sem búinn. Hálfleikstölur voru 22-14 FH í vil. FH héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og léku við hvern sinn fingur. Garðar Ingi Sindrason fór á kostum í liði FH í kvöld og klikkaði ekki skoti. Það er skemmst frá því að segja að heimamenn í FH rúlluðu yfir KA-menn með 13 marka mun 45-32. KA hafði verið fyrir leikinn á mikilli siglingu í deildinni en óhætt að segja að norðanmenn hafi ekki hitt á daginn sinn í dag. Garðar Ingi Sindrason var eins og áður sagði markahæstur í liði FH með 13 mörk úr 13 skotum en hjá KA var Bjarni Ófeigur Valdimarsson markahæstur með 9 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.