Mætti og kveikti í leiknum og deildinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Snær Óskarsson (Julien Kammerer / DPPI / AFP)

Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik með Val eftir heimkomuna frá Kolstad í síðustu viku er hann lék sér að Frömurum og var besti leikmaður vallarsins. Valur vann leikinn með níu marka mun, 27-36.

,,Arnór Snær Óskarsson kemur heim frá Kolstad og kveikir í þessum leik og þessari deild,” sagði Hörður Magnússon meðal annars í Handboltahöllinni þegar þau fóru yfir leik Fram og Vals í þættinum.

,,Hann breytir þessu Valsliði töluvert. Hann var í smá tíma að finna rythma í leiknum en síðan setti hann einhver ellefu mörk í röð í markið. Hann er hörku öflugur bæði að fara breitt og þegar hann fer aftur til baka inná miðju. Það er ekkert grín að eiga við þetta,” sagði Ásbjörn Friðriksson sem var gestur í þættinum og bætti við:

,,Hann er töluvert sterkari en þær skyttur sem þeir höfðu þarna fyrir, bæði í flæði og sem markaskorari. Hann kemur allt með mörk að borðinu og það er það sem Völsurum vantar svolítið.”

Arnór Snær mætir í Kórinn í kvöld þar sem Valur mætir HK-ingum í 10.umferð Olís-deildarinnar klukkan 19:30. Það verður ekki fyrr en 22.nóvember sem Arnór Snær leikur sinn fyrsta heimaleik fyrir Val á tímabilinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top