Dagmar Guðrún Pálsdóttir Embla Steindórsdóttir ((Sævar Jónsson)
Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa sem koma saman til æfinga í næstu viku. Tekið er fram á heimasíðu HSÍ að æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en nánara skipulag mun koma inn á Abler þegar nær dregur. Halldór Stefán Haraldsson heldur áfram að stýra U20 ára landsliði kvenna en hann stýrði liðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Grænlandi í október. Þjálfarateymi ÍR í Olís-deild kvenna á síðustu leiktíð Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested hafa valið U18 ára landsliðshóp sinn. Rakel Dögg Bragadóttir og Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram hafa valið U16 ára landsliðshóp sinn og þá hafa þær Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir valið U15 ára landsliðshóp.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.