Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa sína
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagmar Guðrún Pálsdóttir Embla Steindórsdóttir ((Sævar Jónsson)

Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa sem koma saman til æfinga í næstu viku.

Tekið er fram á heimasíðu HSÍ að æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en nánara skipulag mun koma inn á Abler þegar nær dregur.

Halldór Stefán Haraldsson heldur áfram að stýra U20 ára landsliði kvenna en hann stýrði liðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Grænlandi í október. Þjálfarateymi ÍR í Olís-deild kvenna á síðustu leiktíð Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested hafa valið U18 ára landsliðshóp sinn.

Rakel Dögg Bragadóttir og Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram hafa valið U16 ára landsliðshóp sinn og þá hafa þær Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir valið U15 ára landsliðshóp.

Hópana má sjá hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top