Þór - Afturelding (Egill Bjarni Friðjónsson)
Handboltahöllin sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans og er stýrð af Herði Magnússyni fór yfir nokkrar umdeildar ákvarðanir í leik Þórs og Aftureldingar sem fram fór í 10.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku. Mikil spenna og mikil barátta einkenndi leikinn sem endaði með jafntefli í leik sem lítið var skorað. Leiknum lauk með jafntefli 23-23 eftir að Afturelding hafi verið yfir 8-10 í hálfleik. ,,Það voru nokkur sérstök atriði í þessum leik. Afhverju er dæmt víti?” hóf Hörður Magnússon umræðuna og í kjölfarið tóku hjónin Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir við og fóru yfir tvö umdeild atvik þar sem bæði lið fengu að víti í leiknum sem einhverjir hafa verið ósáttir við. Umræðuna um þessi umdeildu atriði má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.