Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 11.umferð fari í Olís deild karla. ÍR– FH (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: FH Fara ÍR sigurlausir í gegnum fyrri umferðina? Já ég held það því miður fyrir þá. FH áttu frábæran leik gegn KA í síðustu umferð en hafa verið í veseni að tengja góðar frammistöður í vetur en ég tel það muni gerast í kvöld. FH sigur hérna. Coolbet bjóða markalínuna yfir 63,5 mörk sem ég held að detti alltaf með þessum tveim liðum. Haukar – HK (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Haukar Toppliðið í deildinni hefur nú oft átt erfiða leiki gegn HK. Gunni Magg hefur talað um að hann sé að reyna finna út úr því afhverju liðið á það til að detta niður á sama plan og mótherjarnir. HK með húskúpuleik gegn Val í síðustu umferð, þeir munu spila mun betur í þessum leik en það mun því miður ekki duga. Afturelding – Selfoss (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Afturelding Selfoss gefa öllum liðum leik í 50 mínútur og það verður uppskriftin í þessum leik. Afturelding hefur þetta í restina eftir að Selfyssingar hafi látið þá hafa fyrir þessu framan af leik. KA – Þór (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: KA Leikurinn sem allir handboltaáhugamenn hafa beðið eftir í ALLAN vetur! Akureyrarliðið að mætast í efstu deild karla og það er uppselt á leikinn. Þægilega leiðin til að styggja engan væri að spá þessu jafntefli en ég held að KA muni vinna þennan leik og heimavöllurinn mun fara langt með það. Fram – Stjarnan (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: Fram Hrakfarir Stjörnunnar taka ekki enda þetta föstudagskvöldið. Liðið náði jafntefli gegn ÍR í síðasta leik en gengið undanfarið hefur verið erfitt. Fram átti flottan leik gegn Kirens á þriðjudagskvöldið og Rúnar Kárason hefur talað um að þessir leikir gefi þeim orku í deildinarleikina og þeir munu nýta þá auka orku á föstudaginn og vinna Stjörnuna á heimavelli. Coolbet bjóða 1.75 í stuðul á Fram sigur. Valur – ÍBV(Laugardagur 16.30) / Sigurvegari: Valur Valur eftir komu Arnórs Snæs er allt önnur skepna eins og hefur sést í síðustu leikjum liðsins. ÍBV endurheimti Petar og Daníel Þór í síðasta leik en ég tel að sóknarleikurinn þeirra sakni Elís Þórs ennþá of mikið og Valur vinni þennan leik þægilega á heimavelli. 10.umferð (5 réttir)
9.umferð (4 réttir)
8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.