Bergur Bjartmarsson - Fjölnir (Eyjólfur Garðarsson)
Fjölnismenn fengu Selfoss 2 í heimsókn í kvöld í Egilshöll í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Selfyssingar byrjuðu betur og gáfu strax tóninn í upphafi leiksins. Eftir 15 mínútna leik voru þeir komnir í 7-12. Þeir slökuðu ekkert á klónni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 16-20. Eflaust ekki allir sem bjuggust við þeim hálfleikstölum.
Í seinni hálfleik héldu Selfyssingar bara áfram að gefa í. Þegar 15 mínútur lifðu leiks voru þeir komnir í 22-30. Áfram jókst munurinn og voru Fjölnismenn að eiga arfslakan dag. Að lokum urðu lokatölur 27-40 fyrir Selfyssingum. Selfyssingar fóru þar með upp fyrir Fjölni í deildinni og eru komnir með 12 stig á meðan Fjölnismenn eru með 11 stig í 12 leikjum.
Hjá Selfossi 2 var Ísak Kristinn Jónsson með flottan leik og varði 14 skot. Jason Dagur Þórisson setti 8 mörk úr hægra horninu og Hákon Garri Gestsson setti 10 mörk.
Hjá Fjölni var Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson markahæstur með 8 mörk. Bergur Bjartmars og Pétur Þór vörðu samtals 8 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.