Stjarnan rúllaði yfir Fram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram fengu Stjörnuna í heimsókn í 11.umferð Olís deildar karla í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni. Leikurinn var jafn á upphafsmínútum leiksins en í stöðunni 3-3 breyttu Stjarnan stöðinni í 3-8 og litu aldrei um öxl.

Staðan í hálfleik var 15-21 Stjörnunni í vil. Undirritaður bjóst við að Einar Jónsson myndi lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik og Fram myndi mæta dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik en það var ekki að sjá.

Stjarnan hélt áfram að bæta í forskotið í upphafi síðari hálfleiks og voru Fram búnir að skora 1 mark á fyrstu 14 mínútum síðari hálfleiks. Stjarnan léku við hvern sinn fingur og var Adam frábær í markinu hjá þeim.

Það er óhætt að segja að Fram hafi hent inn hvíta handklæðinu fljótlega í síðari hálfleik þegar þeir sáu í hvað stefndi og ágætis vísbending um það er að hvorugt liðið tók leikhlé í síðari hálfleik.

Stjarnan lyftir sér upp í sjöunda sæti deildinnar með sigrinum og Fram sitja eftir í því áttunda af lokinni fyrri umferð Olís deildar karla.

Eiður Rafn Valsson var markahæstur Fram í kvöld með 5 mörk en hjá Stjörnunni var Jóel Bernburg markahæstur með 6 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top