Á botninum án sigurs – Erum ekkert hræddir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)

Tímabilið er hálfnað hjá ÍR-ingum í Olís-deild karla og þeir eru enn í leit af sínum fyrsta sigri í deildinni. Liðið er með þrjú stig á botni deildarinnar 

ÍR voru nýliðar í Olís-deildinni í fyrra og komu mörgum á óvart með spilamennsku sinni en liðið endaði í 10.sæti deildarinnar og slapp við bæði fall og umspil. Liðið sótti 13 stig á tímabilinu í fyrra.

Bjarni Fritzson var í viðtali við Handkastið eftir tap liðsins gegn FH í 11.umferðinni á heimavelli á miðvikudagskvöldið og var spurður út í gengi liðsins og hvað liðið þyrfti að gera betur í seinni umferðinni.

,,Við þurfum aðallega að vera áfram á réttri braut. Mér finnst síðustu leikir hafa verið frekar góðir og við höfum verið líkari okkur sjálfum. Mér finnst varnarleikurinn vera að koma,” sagði Bjarni sem virðist hafa litlar áhyggjur af stöðu mála.

,,Málið er að þetta snýst ekkert um það hvað staðan er núna. Þetta snýst um hver staðan er í lokin. Það er fullt, fullt af leikjum eftir og mér finnst strákarnir vera að spila vel eða ég er allavegana ánægður með þá að mörgu leiti. Við erum ekkert hræddir,” sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir tap liðsins gegn FH í 11.umferðinni á heimavelli í vikunni.

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir hjá liðinu í næstu tveimur umferðum þegar liðið mætir nýliðum Þórs og Selfoss í næstu umferðunum. Bæði Þór og Selfoss eru í sætunum fyrir ofan ÍR.

Viðtali við Bjarna má sjá hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top