Gunnar Hrafn Pálsson - Grótta (Eyjólfur Garðarsson)
Hörður og Grótta mættust í dag á Torfnesi á Ísafirði í Grill 66 deildinni. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Fyrirfram var búist við hörkuleik þó að liðin væru ekki á svipuðum stað í deildinni. Grótta hefur verið heppið í undanförnum leikjum og verið að merja nauma sigra hér og þar að undanförnu. Harðar menn hafa verið óstöðugir í vetur. Stundum með góðar frammistöður og svo misst dampinn, aðallega á útivöllum.
Harðverjar byrjuðu miklu betur og komust í 8-2. Eftir rúmar 20 mínútur var staðan 13-7 fyrir þeim. Hálfleikstölur voru síðan 18-15. Gróttu menn byrjuðu mjög sterkt í seinni hálfleik og náðu fljótt að jafna í 20-20.
Harðverjar áttu svo góðan kafla og náðu fínu forskoti. Þegar 5 mínútur lifðu leiks var staðan 31-26 fyrir Harðverjum og heimasigur í augnsýn. En Grótta fór í maður á mann vörn undir lokin og náði að merja jafntefli 32-32. Harðverjar fundu engar lausnir á þessari vörn og því fór sem fór.
Þónokkur töf var á leiknum í seinni leiknum vegna meiðsla Guilherme Carmignoli í liði Harðar. Vonandi er það ekki mjög alvarlegt.
Hjá Herði var Stefán Freyr Jónsson frábær í rammanum og varði 18 skot. Endnjis Kusners var að sama skapi frábær og setti 12 mörk.
Hjá Gróttu var Gunnar Hrafn Pálsson markahæstur með 10 mörk. Markvarslan hjá Gróttu skilaði þeim 8 boltum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.