Valur ekki í vandræðum með ÍBV
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll Gústavsson (Sævar Jónasson)

Lokaleikur í 11.umferð Olís deilar karla fór fram á Hlíðarenda í dag þegar Valur tók á móti ÍBV.

Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbið fyrri hálfleiks fór Valur að sigla fram úr. Undir lok leiks fékk Róbert Sigurðarson rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Snæ Óskarssyni.

Staðan í hálfleik var 17-10 fyrir heimamenn og höfðu Eyjamenn fá svör við leik þeirra.

Valsmenn slökuðu ekkert á klónni í upphafi síðari hálfleiks og náðu mest 12 marka forskoti, 26-14. Heimamenn róteruðu liðinu sínu vel í síðari hálfleik og urðu lokatölur 34-26 og 8 marka sigur Valsmanna staðreynd.

Arnór Snær Óskarsson var markahæstur í dag með 8 mörk en hjá Eyjamönnum var Andri Erlingsson atkvæðamestur með 5 mörk.

Valsmenn eru því komnir í 2.sæti deildarinnar að lokinni fyrri umferð meðan ÍBV situr í 6.sæti.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top