Max Stenlund (Kristinn Steinn Traustason)
Fram 2 og ÍH mættust í Lambhagahöllinni í dag í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Í fyrri part fyrri hálfleiks skiptust liðin á að hafa forskotið en seinustu 10 mínúturnar í hálfleiknum þá töku ÍH-ingar öll völd og fóru inn til búningsherbergja með gott forskot. Hálfleikstölur voru 11-17.
Þeir létu það forskot aldrei af hendi og keyrðu á fullu gasi áfram í seinni hálfleiknum. ÍH liðið mætti líka með leikmenn eins og Ómar Darra og Brynjar Narfa Arndal sem hafa verið að stimpla sig vel inn með liði FH þannig að það var ljóst að þeir ætluðu sér að taka sigur í dag. Lokatölur leiksins urðu 27-36. Sannfærandi og öruggur sigur hjá Hafnfirðingunum.
Hjá ÍH varði Kristján Rafn Oddsson 11 skot og Ómar Darri Sigurgeirsson og Brynjar Narfi Arndal skoruðu báðir 9 mörk.
Hjá Fram 2 varði Garpur Druzin Gylfason 11 skot einnig og Alex Unnar Hallgrímsson skoraði 9 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.