HK 2 sigruðu Eyjapeyjana í Kórnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hinrik Hugi Heiðarsson - HBH (Eyjólfur Garðarsson)

HK 2 og HBH mættust í dag í Grill 66 deild karla í Kórnum.

HK-ingar voru mun ákveðnari í byrjun leiks og bitu hressilega vel frá sér. Eftir 15 mínútur var staðan orðin 12-6 fyrir HK og héldu þeir bara áfram að gefa í. Mest náðu þeir 9 marka forskoti og var staðan 18-9 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik var það sama upp á teningunum. HBH náði ekkert að minnka muninn og ógnuðu HK-ingum aldrei neitt að ráði. Hélst munurinn alltaf í 6-9 mörkum. Fór það svo að lokum að HK-ingar sigruðu 32-27.

Hjá HK 2 voru Styrmir Hugi Sigurðarson og Örn Alexandersson markahæstir með 7 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 7 boltum vörðum.

Hjá HBH var línumaðurinn Hinrik Hugi Heiðarsson markahæstur með 10 mörk. Egill Oddgeir Stefánsson kom næstur hjá þeim með 7 mörk. Markvarslan skilaði þeim 8 boltum vörðum.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top