Hvíti Riddarinn (Raggi Óla)
Hvíti Riddarinn fékk Hauka 2 í heimsókn í dag í Myntkaup höllina í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Hvíti Riddarinn byrjaði betur og voru sterkari aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins. Þá sneru Haukar 2 við taflinu og áttu frábæran lokakafla í fyrri hálfleiknum. Fóru þeir úr 9-7 yfir í 12-14 sem var staðan þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Í seinni hálfleik var áfram mikið jafnræði. Haukar 2 voru mikið með 1-2 marka forskot og náðu ekki að slíta þá frá sér. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum náðu Haukar góðu 4 marka forskoti í stöðunni 21-25 sem lagði grunninn að sigri í leiknum. Lokatölur urðu 27-30. Sanngjarn sigur hjá Haukum sem voru lengst af í bílstjórasætinu í leiknum.
Hjá Hvíta Riddaranum var Sigurjón Bragi Atlason góður í markinu með 13 skot. Kristján Andri Finnsson skoraði svo 7 mörk.
Hjá Haukum var Jón Karl Einarsson og Daníel Wale Adeleye markahæstir með 7 mörk. Ari Dignus Maríuson varði 10 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.