Fyrsta tap Víkings á tímabilinu – Óvæntur sigur Vals 2 í Safamýri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ásgeir Snær Vignisson - Víkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)

Í dag mættust Víkingur og Valur 2 í Safamýri í Grill 66 deild karla.

Fyrirfram bjuggust væntanlega flestir við nokkuð öruggum sigri Víkings enda þeir verið taplausir hingað til og einungis gert 1 jafntefli og unnið alla hina það sem af er móti. Annað hinsvegar kom á daginn í dag.

Fyrri hálfleikur var frekar jafn. Liðin skiptust á að hafa forystu og voru sveiflur í þessu. Síðustu 5 mínútur fyrri hálfleik voru Víkingar mun ákveðnari og unnu þann kafla 4-1. Fóru þeir með 13-10 forskot þegar gengið var inn til búningsherbergja í hálfleik.

Fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik héldu Víkingar áfram að vera sterkari aðilinn. En þá komust Valsmenn yfir í 19-20 og litu aldrei um öxl eftir það. Náðu þeir mest 4 marka forskoti í 22-26 og náðu Víkingar aldrei að jafna leikinn. Fór það svo að lokum að Valsmenn unnu 29-31. Svo sannarlega óvænt úrslit í Safamýrinni. Ljóst er að taugarnar verða þandar til hins ítrasta þegar Grótta og Víkingur mætast um miðjan desember og verður mikil barátta þeirra á milli að landa toppsætinu í deildinni.

Hjá Víking voru Hilmar Már og Stefán Huldar samtals með 16 skot varin. Akureyringurinn Ísak Óli Eggertsson var markahæstur með 9 mörk.

Hjá Val 2 var Jens Sigurðarson með 12 skot varin. Dagur Leó Fannarsson átti frábæran leik og setti 13 mörk. Logi Finnsson kom næstur með 7 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 53
Scroll to Top