Ef ég væri Bjarni þá myndi ég hafa áhyggjur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Baldur Fritz Bjarnason (Sævar Jónasson)

ÍR er á botni Olís-deildarinnar með einungis þrjú stig eftir fyrri umferðina en liðið tapaði sannfærandi gegn FH á heimavelli í 11.umferðinni í vikunni.

Bjarni Fritzson var í viðtali við Handkastið eftir leik þar sem hann hljómaði frekar jákvæður þrátt fyrir allt og sagðist ekki hræðast framhaldið og stöðu liðsins.

Rætt var um gengi ÍR í nýjasta þætti Handkastsins og þá vildi Stymmi klippari koma inná þessi ummæli Bjarna í viðtalinu eftir leik.

,,Það sem ég tek mest útúr þessum leik er viðtalið við Bjarna Fritz. eftir leik. Þetta er sennilega skólabókardæmi um jákvæða sálfræði. Ég hef nú ekki stundað marga sálfræðiáfanga í gegnum ævina en Bjarni hefur sennilega töluvert meiri reynslu af þessu en ég,” sagði Stymmi og hélt áfram:

,,Hann var nokkuð brattur með þetta. Ég get alveg tekið undir að það hefur verið stígandi í leik þeirra að undanförnu, sérstaklega á móti ÍBV og Stjörnunni en það var ekki mikill stígandi í þessum leik. Hann talar um að þeir hafi verið klaufar að komast ekki inní leikinn. Mér fannst þeir aldrei líklegir að gera nokkurn skapaðan hlut í þessum leik.”

Stymmi benti síðan á að Bjarni hefur engar áhyggjur af framhaldinu.

,,Auðvitað er hann að tala óbeint við leikmenn sína og stuðningsmenn í gegnum fjölmiðla en ég myndi hafa áhyggjur sérstaklega eftir sigur Selfoss í Mosfellsbænum. ÍR-ingar eru núna tveimur sigrum frá því að komast í umspilssæti og þegar þú hefur ekki unnið einn leik af ellefu þá er svolítið mikið að ætlast til að þú vinnir tvo allt í einu. Þeir eiga Þór og Selfoss í næstu tveimur leikjum.”

Kristinn Björgúlfsson fyrrum þjálfari ÍR var gestur Handkastsins í síðasta þætti, fylgdist með leiknum.

,,Þeir eru 16-11 undir í hálfleik og FH betri á öllum sviðum en síðan reynir ÍR eitthvað áhlaup, fara í 7 á 6 og reyna ýmislegt en það klikkar og það sem þeir reyna fara í öfuga átt, þá var þetta farið.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top