Jón Ásgeir meiddist á hné – Bíður eftir niðurstöðum segulómunar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jón Ásgeir Eyjólfsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Athygli vakti að varnar- og línumaður Stjörnunnar, Jón Ásgeir Eyjólfsson var ekki í leikmannahópi liðsins í sigrinum gegn Fram í 11.umferð Olís-deildarinnar á föstudagskvöldið. Stjarnan vann leikinn afar sannfærandi 24-33 eftir að hafa mest verið þrettán mörkum yfir í seinni hálfleik.

Ástæðan fyrir fjarveru Jóns Ásgeirs var sú að leikmaðurinn meiddist illa á hné á æfingu liðsins nokkrum dögum fyrir leikinn en alvarleiki meiðslanna liggur ekki fyrir að sögn Jóns Ásgeirs.

Jón Ásgeir sagði í samtali við Handkastið að hann hafi farið í segulómun um helgina og niðurstöður liggja ekki fyrir, þangað til væri lítið hægt að segja um stöðu meiðslanna.

Stjarnan er í 7.sæti Olís-deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 10 stig, jafn mörg stig og Fram sem er í 8.sæti deildarinnar. Stjarnan bíður erfitt verkefni á fimmtudagskvöldið þegar liðið heimsækir heitasta lið deildarinnar í Val á Hlíðarenda í 12.umferð deildarinnar.

Gera má fastlega ráð fyrir því að Jón Ásgeir leiki ekki með Stjörnunni í þeim leik vegna meiðslanna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 35
Scroll to Top