Róbert fékk bann og þrír aðrir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Róbert Sigurðarson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson leikmann ÍBV í eins leiks bann vegna brots hans á Arnóri Snæ Óskarssyni leikmanni Vals í 11.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi.

Þá fékk Tindur Ingólfsson leikmaður Fram 2 í Grill66-deild karla einnig úrskurðaður í eins leiks bann eftir brot sitt í leik gegn ÍH á dögunum og Ingi Hrafn Sigurðsson leikmaður Hvíta Riddarans 2 fékk einnig eins leiksbann í 2.deild karla.

Patrekur Guðni Þorbergsson markvörður Þórs fékk einnig leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í leik með Þór 2 í 2.deildinni. Hann tekur út sitt leikbann með liði Þór 2 og verður því löglegur í leik ÍR og Þórs í Olís-deild karla á laugardaginn.

Þar með er ljóst að Róbert missir af leik ÍBV gegn HK í Kórnum í 12.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi föstudagskvöld.

Þráinn Orri Jónsson leikmaður Hauka, Ágúst Birgisson leikmaður FH, Ihor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar, Valdimar Örn Ingvarsson leikmaður Selfoss, Brynjar Jökull Guðmundsson leikmaður Víkings 2 sluppu allir við leikbann.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 27
Scroll to Top