Varð hálf orðlaus þegar hann sá úrslitin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Fram (Kristinn Steinn Traustason)

Stjarnan vann afar óvæntan en á sama tíma sannfærandi útisigur á Íslands- og bikarmeisturum Fram í 11.umferð Olís-deildar karla á föstudagskvöldið í síðustu viku. Stjarnan vann að lokum níu marka sigur 24-33 eftir að hafa verið mest þrettán mörkum yfir í hálfleik.

Rætt var um leikinn, frammistöðu Fram í leiknum og mikilvægi sigurs Stjörnunnar í nýjasta þætti Handkastsins þar sem þeir Stymmi klippari, Davíð Már Kristinsson og Ásgeir Gunnarsson fóru yfir sviðið.

,,Eins og Rúnar Kárason sagði í viðtali við MBL eftir leikinn þá var þetta bara andlegt og líkamlegt gjaldþrot hjá Frömurum. Þeir þurfa heldur betur að núllstilla sig eftir þetta, þetta var alveg skelfilegt,” sagði Davíð Már Kristinsson og bætti við:

,,Að sama skapi lífsnauðsynlegur sigur fyrir Stjörnuna. Þeir eru að fara í erfitt prógram í næstu leikjum og án tveggja lykilmanna,” sagði Davíð Már og benti þar á að hvorki Ísak Logi Einarsson né Jón Ásgeir Eyjólfsson hafi spilað mínútu með Stjörnunni í sigrinum gegn Fram. Jón Ásgeir var utan hóps og Ísak Logi kom ekkert við sögu í leiknum. Stymmi klippari greip þá inn í og benti á að Ungverjinn, Barnabás Rea hafi átt stórfínan leik en Stymmi klippari hefur gagnrýnt Ungverjann í síðustu þáttum og jafnvel velt því fyrir sér hvort hann yrði sendur heim um jólin.

,,Enn þá kom einn Barnabas Rea og ég er búinn að rífa flugmiðann hans. Hann er ekkert á leiðinni heim.”

,,Ég ætla að vera smá dramatískur, ég varð hálf orðlaus þegar ég sá úrslitin. Ég hélt ég væri að lesa vitlaust. Stjarnan hefur verið á svo slöku gengi og Framarnir með sitt lið. Þeir voru með sitt besta lið fyrir utan Þorstein Gauta,” sagði Ásgeir áður en Stymmi klippari greip fram í og benti á að andleysið hafi verið svo mikið hjá Frömurum að Einar Jónsson þjálfari Fram hafi ekki einu sinni tekið leikhlé í seinni hálfleik.

12.umferðin í Olís-deild karla hefst á fimmtudag. Þar fer Stjarnan í heimsókn á Hlíðarenda og mætir Val á meðan Framarar fá FH í heimsókn á föstudagskvöldið. Í millitíðinni leikur Fram gegn Porto í 5.umferð Evrópudeildarinnar í kvöld í Portúgal.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top