Bruno Bernat (Egill Bjarni Friðjónsson)
KA fékk Selfoss í heimsókn, í Olísdeild karla í kvöld. Fyrir leik hafði KA unnið fjóra síðustu heimaleiki og sátu í fjórða sæti deildarinnar meðan Selfoss sat í ellefta sæti deildarinnar. KA voru fljótir að ná yfirhöndinni á leiknum og voru komnir snemma yfir með sex marka forystu þegar um 10 mínútur voru liðnar. KA náðu að halda forskotinu í kringum fimm mörkum þar til Selfoss hótuðu því að komast nær KA þegar þeir minnkuðu muninn í þrjú mörk þegar um korter var eftir. KA lét þó ekki á undan, heldur þvert á móti sigldu enn lengra frá Selfossi og voru komnir í átta marka forskot tíu mínutum síðar eða þegar um 5 mínútur voru eftir. KA afgreiddi því fimmta heimasigurinn sinn í röð, lokatölur 33-28. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti góðan leik hjá KA, skoraði 7 mörk og var með 7 stoðsendingar. Anton Breki Hjaltason hjá Selfossi var markahæstur í leiknum með 9 mörk. Góð markvarsla Alexander Hrafnkelssonar dugði Selfossi ekki til sigurs en hann var með 20 varða bolta af 52 skotum, eða um 38,5% markvörslu, hjá KA var Bruno Bernat með 13 varða bolta eða 31,7% markvörslu. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.