Orri Freyr var markahæstur á vellinum með 12 mörk ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Fimm leikir fóru fram í níundu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem 6 Íslendingar voru í eldlínunni. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barca unnu stórsigur á GOG í heimsókn þeirra til Danmerkur. Viktor Gísli var hinsvegar ekki í leikmannahópi Barca í kvöld. Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu 32-26 sigur á HC Zagreb. Janus Daði var mættur aftur til leiks eftir meiðsli og skoraði hann 2 mörk. Wisla Plock unnu nokkuð óvæntan 29-30 sigur á PSG í París. Michal Daszek var markahæstur í liði Wisla Plock með 7 mörk og Elohim Prandi var markahæstur í liði PSG með 9 mörk. Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu stórsigur á Benedikti Gunnari Óskarssyni og Sigvaldi Birni Guðjónsson og félögum í Kolstad 44-31. Orri Freyr átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk. Sigvaldi Björn skoraði 2 en Benedikt Gunnar komst ekki á blað í kvöld. Þá unnu Fuchse Berlin 38-34 sigur á Bjarka Má Elíssyni og félögum í Veszprém. Bjarki Már lék þó ekki með Vesprém í kvöld en Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru mættir til Berlínar til þess að dæma leikinn. Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum: B riðill:
A riðill:
Sporting - Kolstad 44-31
Fuchse Berlin - Veszprém 38-34
GOG - Barca 28-41
Pick Szeged - HC Zagreb 32-26
PSG - Wisla Plock 29-30

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.