Þjálfari Þýskalands ánægður með stolnu boltana
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Markus Gaugisch (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þjálfari þýska kvennalandsliðsins, Markus Gaugisch, var í heildina mjög ánægður með fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu er liðið hafði betur gegn íslenska liðinu í Stuttgart í gær í opnunarleik heimsmeistaramótsins.  

Gaugisch var sérstaklega ánægður með að allir leikmenn liðsins sem komu inn á völlinn lögðu sitt af mörkum til sigursins.

,,Ég var ánægður með að að við unnum marga bolta í fyrri hálfleik varnarlega. Við áttum kafla þar sem við vörðumst mjög vel, fórum inn í sendingarleiðir og náðum að stela boltum þar sem við náðum auðveldum hraðarupphlaupsmörkum. Í fyrri hálfleik voru það akkúrat þessir kaflar sem hjálpuðu okkur að ná fjögurra til fimm marka forskoti,“ sagði Gaugisch ánægður eftir 33-25 sigur Þýskalands í fyrsta leik mótsins á heimavelli.

„Í byrjun vorum við kannski dálítið opnar, en við breyttum því. Það er til dæmis eitthvað sem ég var ánægður með. Við höfðum ákveðna hugmynd um hvernig við vildum byrja leikinn. Hún gekk ekki alveg upp, en þá getum við breytt uppstillingunni og bætt okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn og taldi að liðið væri á réttri leið.

Gaugisch hrósaði líka tveimur leikmönnum sem léku sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þær, Nieke Kühne og Ninu Engel.

Þýskaland mætir Úrúgvæ í 2.umferð riðlakeppninnar á morgun klukkan 17:00 en Ísland mætir Serbíu annað kvöld klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top