ValurValur 1 (
Valsarar halda sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild karla og unnu átta marka sigur á ÍBV á heimavelli í 11.umferðinni á laugardaginn. Valur eru í 2.sæti deildarinnar og taka á móti Stjörnunni í fyrsta leik 12.umferðarinnar í kvöld klukkan 18:30. Handboltahöllin sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans fór yfir sigur Vals gegn ÍBV í síðasta þætti þar sem rætt var um varnarleik Vals. ,,Þeir eru að smella saman betur þessa dagana og síðustu leiki. Þeir hafa verið þéttari og með þeirri hjálp að bæði Magnús Óli og Gunnar Róbertsson eru að spila aggresíva bakverði og eru að hjálpa þeim töluvert. Á sama tíma fannst mér þetta líka smella vel varnarlega hjá Val út frá því hvað Eyjamenn vilja gera sóknarlega,” sagði Vignir Stefánsson gestur í Handboltahöllinni. ,,Það eru sóknir í leiknum þar sem Valsarar ná 3-4 fríköstum og síðan endar þetta með auðveldum hraðarupphlaupsmörkum fyrir Val. Þetta er algjörlega það sem þú vilt sem varnarlið.” Næst var rætt enn og aftur um innkomu Arnórs Snæs inn í Valsliðið en Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína sannfærandi eftir að hann kom til liðsins. ,,Hans innkoma, þvílíkur biti fyrir Valsara,” endaði Rakel Dögg umræðuna um Arnór Snæ sem má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.