Ólafur Guðmundsson (Alex Nicodim / NurPhoto via AFP)
Eyjamaðurinn, Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi sænska liðsins Karlskrona er liðið mætti Íslendingaliðinu, Melsungen í 5.umferð Evrópudeildarinnar í vikunni. Sömu sögu er að segja af Ólafi Andrési Guðmundssyni liðsfélaga Arnórs hjá Karlskrona. Melsungen sem hvíldu lykilmenn í leiknum meðal annars Arnar Frey Arnarsson unnu sænska liðið með minnsta mun, 35-34. Í samtali við Handkastið sagðist Arnór vera glíma við meiðsli á nára en segist vonast til að geta spilað með Karlskrona gegn Savehof í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru með 12 stig í 7. og 8.sæti deildarinnar en bæði lið hafa ekki náð að safna þeim stigafjölda í upphafi tímabils eins og gert var ráð fyrir. Savehof og Karlskrona enduðu í 4. og 5.sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en með Savehof leikur Birgir Steinn Jónsson. Ólafur Andrés Guðmundsson sem leikur einnig með Karlskrona hefur verið að glíma við bakmeiðsli og hefur því ekkert leikið með liðinu að undanförnu. Arnór Viðarsson gekk í raðir Karlskrona seint í sumar eftir að hafa rift samningi sínum við danska félagið Frederica.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.