Fyrsti deildarsigur ÍR kom gegn Þór
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jökull Blöndal Björnsson (Sævar Jónasson)

ÍR tók á móti Þór í lokaleik 12.umferðar Olís deildar karla í Skógarselinu í kvöld.

Heimamenn voru í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni meðan Þór var í 10.sæti deildinnar að leita að fleiri stigum til að gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni.

Breiðhyltingar byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir í 6 marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Þórsarar reyndu að bíta frá sér að náðu ekki að minnka muninn nema niður í 5 mörk fyrir leikhlé og var staðan 18-13 þegar liðin gengur inn til búningsklefa.

Akureyringar komu mjög grimmir til leik í síðari hálfleik og voru búnir að minnka muninn í tvö mörk þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Aftur náðu ÍR-ingar að byggja upp gott forskot fyrir lokakaflann og var farið að glitta í fyrsta sigur tímabilsins.

Þórsarar gerðu loka atlögu að því að fá eitthvað úr leiknum og á 57 mínútu leiksins náði Hákon Ingi Halldórsson að minnka muninn í eitt mark og eflaust farið að fara um Breiðhyltinga í stúkunni.

ÍR náði þó að halda þetta út og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi 34-31 og fyrsti sigurinn í deildinni loksins kominn.

Baldur Fritz Bjarnason og Jökull Blöndal Björnsson voru markahæstir í liði heimamanna með 8 mörk en hjá Þór var Kári Kristján Kristjánsson frábær með 9 mörk í kvöld.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top