Gunnar Hrafn Pálsson - Grótta (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Grótta og HK 2 í Hertz höllinni í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Grótta er í harðri baráttu við Víking um toppsætið í deildinni á meðan HK eru næst neðstir með 4 stig. Því var búist við að þessi leikur gæti orðið ójafn.
Gróttu menn byrjuðu mun betur í byrjun leiks og voru komnir í 9-3 eftir 10 mínútna leik. Eftir 15 mínútna leik var staðan orðin 14-6. Áfram héldu þeir að bæta við forskotið og slökuðu ekkert á klónni. Þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks var staðan 25-12.
Eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 35-15 og liðsmenn HK 2 löngu búnir að kasta inn hvíta handklæðinu. Gróttu menn voru ekkert á þeim buxunum að hægja á sér og skipta niður um gír heldur héldu þeir áfram að keyra á fullu gasi á gestina. Lokatölur leiksins urðu svo 49-25. Algjör einstefna og markasúpa á Seltjarnarnesi.
Hjá Gróttu var Gunnar Hrafn Pálsson markahæstur með 13 mörk og þeir Þórður Magnús og Hannes Pétur klukkuðu samtals 18 bolta í rammanum.
Hjá HK 2 var Kristófer Stefánsson markahæstur með 10 mörk og aðeins 3 boltar varðir í kvöld hjá gestunum frá Kópavogi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.