Hinrik Hugi Heiðarsson - HBH (Eyjólfur Garðarsson)
HBH og Selfoss 2 mættust í dag í Vestmannaeyjum í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Fyrsta korterið voru HBH ferskari og beittari og voru 8-5 yfir eftir 15 mínútna leik. Selfyssingar náðu þá góðum kafla og náðu að komast yfir. En síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum náðu HBH vopnum sínum á nýjan leik og fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 15-13 í hálfleik.
Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið og nánast jafnt á öllum tölum. En seinustu 15 mínútur leiksins voru eign Selfyssinga. Voru þeir miklu frískari og með betri lausnir. Náðu þeir mest 7 marka forskoti. Lokatölur leiksins urðu síðan 29-35.
Hjá Selfossi voru Hákon Garri Gestsson og Bjarni Valur Bjarnason markahæstir með 6 mörk. Einar Gunnar og Ísak Kristinn vörðu samtals 13 skot.
Hjá HBH voru Egill Oddgeir Stefánsson og Hinrik Hugi Heiðarsson markahæstir með 6 mörk. Gabríel Ari og Helgi Þór vörðu samtals 10 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.